Búrfellsgjá 10. okt.2006
Búrfellsgjá eins og hún er nú er eiginlega ekki réttnefni, ef til vill hefur hún fyrrum verið meiri og dýpri. Þessi tröð eða gjá hlykkjast allt að þrjá og hálfan kílómetra frá Búrfelli og er Selgjá meðtalin enda hluti af sama farveginum. Selgjá tekur við af Búrfellsgjá rétt sunnan við Hjallaenda, við fjárréttina.
Búrfellsgígur er hæstur 179 m yfir sjávarmáli en það er um 80 m frá umhverfinu. Dýpt hans er um 58 metrar og þvermál hans um 140 m.
Skammt vestan við réttina er sex metra djúp misgengissprunga sem nefnist Vatnsgjá, og niðri í henni er uppspretta. Vatn er eðlilega mjög torfundið á þessum slóðum, allt hripar það niður í hraunið og hverfur augum vegfarenda. Skýrist þar valið á réttarstæðinu og líklega hefur verið haft þar í seli áður fyrr.
Gjárétt er ævagömul
Hún er hlaðin úr hraungrjóti
Veggir Búrfellsgjár eru fimm til tíu metra háir og víða eru hellisskútar í þeim. Greinilega má sjá hvernig hraunið hefur runnið. Láréttir taumar á gjárveggjum vitna um það. Talið er að gosið hafi í Búrfellsgíg fyrir um 7200 árum. Hraunið rann út í Hafnarfjörð og Skerjafjörð. Urriðakotshraun og Gálgahraun eru hluti af því hrauni.
Kort af svæðinu
Búrfellsgígur er hæstur 179 m yfir sjávarmáli en það er um 80 m frá umhverfinu. Dýpt hans er um 58 metrar og þvermál hans um 140 m.
Skammt vestan við réttina er sex metra djúp misgengissprunga sem nefnist Vatnsgjá, og niðri í henni er uppspretta. Vatn er eðlilega mjög torfundið á þessum slóðum, allt hripar það niður í hraunið og hverfur augum vegfarenda. Skýrist þar valið á réttarstæðinu og líklega hefur verið haft þar í seli áður fyrr.
Gjárétt er ævagömul
Hún er hlaðin úr hraungrjóti
og er mjög stílhrein.
Hún var lögð af sem skilarétt
Hafnafjarðar,Garðarhrepps og
Bessastaðahrepps um 1920
og er nú friðlýst af
"Ein af stórkostlegustu náttúruminjum höfuðborgarsvæðisins er gígurinn Búrfell, hrauntröð hans og farvegur hraunsins úr gígnum"segir Páll
Guðni, Kristín
Gönguhópurinn:
Páll, Sigrún, Guðjón,
Svala, Marta, Hrafnhildur,
Guðný, Halldór, Inga,
Kristín og Guðni.