GÖNGUFERÐIR - ANNA OG INGI

Tví-smelltu á myndina til að stækka hana.

5.10.06

Gráhnjúkaganga og "Guðbjartarskjól" 04.okt. 2006

5,9 km

Hér er svo meira af myndum hjá honum Daða
http://www.gangandi.blogspot.com/















Norðvestan undir Gráhnúkum, nokkru sunnan hraunmóta Hellisheiðahrauns og Brunans, verður fyrir mikið bjarg, sem hrapað hefur niður úr einum Gráhnúknum og hallast þar upp að. Litlir skútar eru beggja vegna bjargsins, milli hnúks og bjargs.
Hér lagðist til hvílu aðfaranótt 20. desember 1921 Guðbjartur Gestsson frá Hamri á Múlanesi, en hann hafði verið við skipasmíði á Eyrarbakka um haustið. Guðbjartur ætlaði að ná skipi vestur í breiðafjarðarbyggðir fyrir jól og fór því fótgangandi suður. Hann var einn á ferð yfir Hellisheiði í harðnandi frosti og byl og bar smíðatól sín. Lausafé talsvert hafði hann á sér. Úr Neðri-Hveradalabrekku hrekst hann hingað undan veðri í stað þess að stefna norður til Kolviðarhóls.Guðbjarts var oft leitað þegar um veturinn og einnig sumarið eftir. Þótti með ólíkindum að hann skyldi ekki finnast. Komst jafnvel sá kvittur á kreik að honum hefði verið ráðinn bani til að komast yfir fjármunina og líkið síðan falið. Margir töldu sig verða vara við Guðbjart á Hellisheiði í illviðrum.Valdimar Jóhannsson, síðar bókaútgefandi, dvaldist í orlofi sínu á Kolviðarhóli í júlí 1937. Verður honum gengið suður á Þrengslaleið og stansar við bjargið undir Gráhnúk. Af rælni tekur hann að róta í mosa í skútanum og finnur sög og fleiri tól og loks mannsbein. Fór hreppstjóri til og staðfestist að hér voru líkamsleifar Guðbjarts, svo og allt það sem hann hafði haft með sér, peningaseðlarnir að vísu illa farnir eftir 16 ár. Var Guðbjartur jarðsettur að Skálmarnesmúla 14. ágúst þá um sumarið.Skútinn er undir svonefndum Stakahnúk, spölkorn ofan við Þrengslaveg. Enn má sjá bein við skútann.Mál þetta var umtalað í sveitum Ölfus fyrir u.þ.b. 85 árum síðan. T.d. var talið að Guðbjarti hafi verið fyrirkomið vegna fjármuna, sem hann hafði meðferðis. Þá var vinnuveitandi hans sakaður um hlutdeild í hvarfi hans vegna þess að hann átti að hafa svikið hann um laun. Fleira mætti nefna, en þessi frásögn er ágætt dæmi um sögusagnir er komast á kreik er óráðið er um afdrif fólks. En svona er nú mannanna hugaleikfimi - og hefur lítið breyst í aldanna rás.Heimild m.a.: -Árbók FÍ 2003












Hér er biðröð eftir
að komast í
"Guðbjartarskjól"










"Guðbjartarskjól"
norðan frá séð
aðeins sést í Daða
























Henrý í
"Guðbjartarskjóli"
Marteinn og Sigrún
standa úti










Anna Þóra
kemur út úr
"Guðbjartarskjóli"


Ljósm. Marteinn














Hulda lítur eftir

að allt sé í lagi

Ljósm. Marteinn








Ekki fannst
mikið af beinum






"Guðbjartarskjól"
séð sunnanfrá















Gráhnúkur
séð austanfrá










Horft til
norðurs
fyrir austan
Gráhnjúka












Henry og
Halldór Ingi
Ljósm. Marteinn


















Marteinn
og Henry








Gönguhópurinn:
Daði, Anna Þóra,
Halldór Ingi, Svala,
Þórey, Henrý,
Marteinn og Hulda.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

 
cool hit counter