GÖNGUFERÐIR - ANNA OG INGI

Tví-smelltu á myndina til að stækka hana.

5.8.07

Tour du Mont Blanc 05.ágúst 2007

Fyrsti dagur

5. ágúst Flug til Genfar, haldið til Chamonix og gengið til Ref. De Miage
Brottför frá Keflavík kl. 00.50 með leiguflugi til Genf (mæting í Keflavík Lending í Genf kl. 6.10 að staðartíma. Haldið þaðan með rútu sem leið lá til Charmonix þar sem staðarleiðsögumaðurinn Dan (Daniel George Griffith) hitti hópinn. Fljótlega eftir komuna til Chamonix byrjaði gangan í 991 m hæð og farið var með lyftu upp í 1.790 m hæð til Bellevue. Þaðan gengum við fjölbreytta leið yfir fjallaskarðið Col de Tricot í 2.120 m hæð og niður í Ref. De Miage í 1.560 m hæð. Komið var fremur snemma í náttstað. Lagt af stað kl. 8:18 til 14:32 =6 klst og 14 mín

Hækkun alls: 465 m

Lækkun alls: 649 m

(Jón Marinó Guðbrandsson)



Tvísmella á mynd
til að fá stærri mynd







Gengið:
6.3 km








Frábært
útsýni á
Glacier de
Bionnassay



















Flottir
göngustígar

gott veður














Stundum
þröngt















vírabrúin
yfir
Bionassay















Arnarhreiðrið
og Gouterskálinn
sem við Gummi
gistum í í fyrra








Komið niður
til Miage












Matur um
kvöldið
















Fararstjórinn
Helgi Ben. einn
kunnasti
fjallaleiðsögumaður
landsins
Helgi hefur klifið marga þekkta tinda m.a. Matterhorn 3svar, Mt.Blanc, Mt.Rosa, Kilimanjaro, Mt.Kenya, Diran 7273m. Pisang peak 6199m. Eiger, Mönch og Gross Glockner hæsta fjall Austurríkis.



Leiðsögumaðurinn
Dan (Daniel George Griffith)
http://www.mountainadventure.com/.

Canadian Breaks World Record

Seven Summits in Seven Months!

Dæmi um feril Dans á síðasta ári :

Everest (Asía) 8.848 m24.05.2006
Denali (McKinley) 6.194 m 15.06.2006
Elbrus(Rússl)5.642 m 04.07.2006
Kosciuszko (Ástralía)4.884 m 31.08.2006
Aconcagua (S-America) 6.962 m 20.10.2006
Carstensz Pyramid (Nýja Gínea) 4.884 m 24.09.2006
Kilimanjaro (Afríka)5.895 m. 03.10.2006
Vinson (Suðurpóllinn)4.650 m 27.11.2006

1 Comments:

  • At 11:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gaman að þessu, fylgist spennt með framhaldinu til að endurupplifa ferðina.
    Kveðja,
    Steinunn

     

Skrifa ummæli

<< Home

 
cool hit counter