Reykjanesviti - Stóra-Sandvík
Vegalengd:13,84
Meðalhraði:4,3
Ganga í 3 klst. og 14 mín.
Stopp í 1 klst. og 10 mín.
Lagt af stað
Reykjanes
Svo nefnist ysti hluti Suðvesturkjálkans. Allt er svæðið mjög eldbrunnið og sundurskorið af gjám, enda snautt að gróðri. Eldfjöll eru þar mörg en öll fremur lág. Þau eru einkum tvenns konar, hraundyngjur, s.s. Skálafell og Háleyjarbunga og gossprungur eða gígaraðir s.s. Stampar og Eldvörp. Gígaraðir tvær eru miklum mun yngri en dyngjurnar og sennilega orðnar til á sögulegum tíma. Nokkuð er og um móbergsfjöll þarna og ber einna mest á Sýrfelli.
Mikill jarðhiti er víða á Reykjanesskaganum. Háhitasvæði eru mörg, Brennisteinsfjöll, Krýsuvík, Trölladyngja, Sandfell, Svartsengi, Eldvörp og Reykjanestá.
Á Reykjanestánni er mikið hverasvæði, leirhverir og vatnshverir. Allt er land þar sundurtætt af jarðeldum, gígum, leirpittum, gufuhverum o.fl. Stærsti leirhverinn heitir Gunna. REYKJANES - GUNNA
Kona hét Guðrún, nú almennt nefnd Gunna. Hún var ill í skapi og óvinsæl svo enginn vildi hafa hana nærri sér. Því bjó hún í einhýsi á Reykjanesi þar sem heitir í Grænutóft. Bóndi í Höfnum hafði léð henni pott einn vetur og fór um vorið að sækja hann. Gunna skammyrti bónda, en sleppti ekki pottinum og fór bóndi heim svo búinn. Hann þurfti þó á pottinum að halda því enginn gat léð honum pott og fór hann þá aftur til Gunnu, en áður en hann fór bað hann menn að vitja sín ef hann yrði lengi. Því var lofað. Bóndi kom ekki heim um kvöldið og var hans leitað um morguninn eftir og fundu hann ekki. Þeir komu að Grænutóft og lá Gunna í bæli sínu og var dauð, helblá og uppblásin. Þeir vöfðu hana í rekkjuvoðum og létu hana liggja og fóru aftur. Á heimleiðinni fundu þeir bónda skammt frá veginum drepinn og sundurrifinn. Þar var hjá honum potturinn molbrotinn. Þeir fluttu lík bónda heim og var hann jarðaður. Kista var smíðuð um Gunnu og var hún flutt í henni frá Grænutóft til Kirkjuvogs, en á leiðinni þóttust sumir sjá hana dansa fyri líkfylgdinni. Nú var kistan grafin, en Gunna gekk um allt eins og grár köttur og var engu óhætt fyrir henni. Þá var sent til Eireks prests á Vogsósum og fekk hann sendimanni trefil og bað hann færa Gunnu og segja henni að þvætta hann. Sendimaður fer og færir Gunnu trefilinn og segir um leið og hann fleygði honum í hana: "Þetta áttu að þvætta." "Hvur segir það?" segir Gunna. "Eirekur á Vogsósum," segir maðurinn. Henni brá við og sagði: "Ekki var von á verra." Hún fór strax af stað og að hvernum á Reykjanesi og kastaði enda trefilsins í hann, og varð hann fastur í hvernum, en hinum gat hún ekki sleppt og gengur síðan kringum hverinn og er nú búin að ganga sig upp að knjám, segja menn. Nú á dögum er hverinn kallaður Gunna.
Viti er á Reykjanesi, sá fyrsti sem byggður var á Íslandi árið 1879, Hann var reistur upp á Valahnúk, en 8 eða 9 árum seinna gerði mikla jarðskjálfta og komur þá þrjár stórar sprungur skammt frá honum, bær vitavarðarins skemmdist og enn meira rask varð á jörðu og mannvirkjum. Var vitinn endurbyggður þar sem hann er nú á árunum 1907-1908. Hann stendur í 78 m.y.s. Margir skútar eru við sjó niður á nesinu og skammt undan landi trónar 52 m hár móbergsdrangur úr sjó. Hann heitir Karl.
Hálfvitinn
Reykjanesviti - staðsetning?
Vangaveltur um nafn fellsins sem núverandi Reykjanesviti stendur á:-1752-7. Ferðabók Eggerts og Bjarna: " . . . en þrjú lítil leirfjöll skera sig þó mjög úr umhverfinu. Þau heita Hverhólmar, Írafell og Vatnsfell. Í því er dálítið vatn í dýjaveitum, sem safnast þar saman af snjó- og regnvatni, . . . "-1840. Lýsing Grindavíkursóknar. Geir Bachmann: " . . . Valahnúkur . . . Skammt þaðan í landnorður er aðrísandi fell, Vatnsfell kallað. " Sérann nefnir ekki Bæjarfell. Á öðrum stað segir hann: " . . . Sandfell, Sílfell, Grasfell eða áður nefnt Vatnsfell og fram á Skarfasetur."-1883. Þorvaldur Thoroddsen. " Upp úr hraununum standa nokkrir móbergshryggir, t.d. Valahnúkur (43 m), sem vitinn stendur á [gamli vitinn], Vatnsfell (54 m) og Sýrfell (105 m).-1908-10: Herforingjaráðskort, 1:50 þús. : Þar sést fell með rana til suðurs. Orðið ´viti´ er skráð vinstra megin við háfellið en örnefnið Bæjarfell er skráð til hægri og sunnar þar sem raninn byrjar. Ekki er hægt að segja til um hvort örnefnið á við hæsta hluta fellsins (Vatnsfellið, nýi bærinn] eða þann lægsta (Bæjarfellið, gamli bærinn).-1945 kort 1:100 þús.: Þar er Vatnsfell skráð vsv við Bæjarfellið [smbr. Jón Jónsson hér neðar).-1926. Lesbók Mbl.. Valtýr Stefánsson, ritstjóri: " . . . Því var ráðist í það að byggja annan vita á Vatnsfelli.·"-1984. Árbók F.Í.. Séra Gísli Brynjólfsson:" . . . reis núverandi viti á Bæjarfellinu. " Sama rit. Jón Jónsson, jarðfr.:. " . . Lítð eittaustar [er að lýsa frá vestri] er gosmalarkeila, Vatnsfell, sem sjór er nú sem óðast að brjóta niður [ þarna er greinilega hvorki átt við fellið sem vitinn er á eða gamla bæjarhólinn, en Vatnsfell heitir annað fell austar með ströndinni]" " . . . Í fellinu neðan við vitann, Bæjarfelli, stendur bústaður vitavarðar. . ." -1988. Suður með sjó. Jón Böðvarsson: " Reykjanesviti trjónar efst á Grasfelli . . . . Eftir byggingu hússins þokaðist gamla örnefnið fyrir heitinu Bæjarfell."-1989. Íslandshandbókin. Örn og Örlygur (mynd): " . . . Bæjarfell með Reykjanesvita fjær . . . "-1991. Tímaritiði Áfangar. Hafnahreppur. Leó M. Jónsson,: " . . . og var núverandi viti á Vatnsfelli tekinn í notkun árið 1908." Í greininni er mynd af fellunum á Reykjanestá tekin úr norðri, frá veginum og undir henni stendur: " Frá vinstri sést í Bæjarfell [hóllinn (fellið) sem gamli bærinn stóð á] , þá Reykjanesviti á Vatnsfelli . . "-2004. FERLIR 665: "Var annar viti byggður á Vatnsfelli (Grasfelli), síðar nefnt Bæjarfell, þar sem hann er nú."-Vitamálastofnun notar örnefnið Bæjarfell.Undirrituð velur Vatnsfell, svona fyrir aldurs og úbreiðslu sakir . . .Sesselja Guðmundsdóttir tók saman.
Áð undir Valahnjúk
Ég og
Þorsteinn Ásmunds
Þessa mynd sem og
aðrar ma´stækka
með tvísmellingu
á mynd.
Bergið opnast
Mörg er ófreskjan
í hrauninu
Góður fararstjóri
Benni "blikk"
alltaf seigur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home